Nú stendur yfir hörkuleikur milli FH og Breiðabliks í Bestu deild karla.
Staðan er 2-2 eftir að gestirnir úr Kópavogi höfðu komist í 0-2. Um fimm mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.
Fyrir skömmu kom upp umdeilt atvik þegar Kjartan Henry Finnbogason virtist skalla Damir Muminovic, leikmann Breiðabliks. Báðir fengu gult spjald.
Kjartan hefur auðvitað mikið verið í umræðunni, en hann var dæmdur í bann á dögunum fyrir að gefa Nikolaj Hansen olnbogaskot.
Atvikið má sjá hér að neðan og umræðu sem skapaðist á Twitter.
Þetta er auðvitað gult á báða😂 pic.twitter.com/ISPDgwD0Gd
— Freyr S.N. (@fs3786) June 10, 2023
Hvaða afsökun ætli Kjartan komi með núna? Krampi í hálsinn? #fotboltinet
— Bergmann Guðmundsson (@BergmannGudm) June 10, 2023
Damir fær gult þegar Kjartan skallar hann jæja
— Doddi (@doddidd) June 10, 2023
Kjartan Henry á ekki bara að fá rautt spjald fyrir að skalla Damir. KSÍ á að skilda KH á reiðinámskeið! #fótbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) June 10, 2023
Á hvaða deal er þetta Kjartan Henry hjá dómurum landsins. Sigurður Hjörtur punglaus ekki í fyrsta skipti.
— Eysteinn Þorri (@eysteinnth) June 10, 2023
Kjartan Henry lucky lad þarna.
— Rikki G (@RikkiGje) June 10, 2023
Dæma frekar Kjartan Henry í bann út árið. Þvílíkur pappakassi.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 10, 2023
Took Kjartan Henry about 60 seconds before he managed to headbutt Damir today. Surely he can't go on like this?
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) June 10, 2023