Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur slegið í gegn meðal netverja eftir framkomu hennar í Félagsheimilinu í gær.
Sigurður Þorri Gunnarsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson sjá um þáttinn Félagsheimilið sem er á Rás 2 á föstudögum eftir hádegisfréttir. Inga var fyrsti gestur þeirra félaga í liðnum 20 spurningar sem enginn vill svara.
Inga gerði sér lítið fyrir og hikaði ekki við að syngja fyrir Sigga og Friðrik í Félagsheimilinu óæft í beinni. Þeir félagar þurftu ekki að spyrja hana tvisvar og hún negldi það!
„Þetta verður ekkert Eurovision Siggi,“ sagði Inga meðan hún leitaði að texta lagsins i ipadnum.
„Þú ert algjörlega að setja hana á spot. Ertu alveg sátt við þetta Inga, ég er svo meðvirkur, ertu alveg sátt,“ spurði Siggi Ingu.
„Það eina sem gæti gerst er að það fari allir að hlæja og hafi gaman af því að maður geri sig að algjöru fífli og mér gæti ekki verið meira sama,“ sagði Inga eldhress áður en hún skellti í heimsþekktan slagara Tinu Turner, Simply The Best.