Goðsögnin Ben Foster hefur tekið ákvörðun um að halda áfram að spila að spila með liði Wrexham.
Foster skrifaði undir stuttan samning við Wrexham undir lok síðustu leiktíðar og hjálpaði liðinu að tryggja sæti sitt í League Two.
Það er fjórða efsta deild Englands en þessi fertugi markmaður hefur ákveðið að skrifa undir framlengingu.
Hinn fertugi Foster hefur spilað með nokkrum liðum í ensku úrvalsdeildinni en nefna má Manchester United, Watford, Birmingham og West Brom.
Hann á einnig að baki átta landsleiki fyrir England og ætlar að taka slaginn með Wrexham á næstu leiktíð.
Foster segir að markmið liðsins sé að komast upp í League One á sínu fyrsta tímabili.