Cristiano Ronaldo er væntanlega pirraður eftir að hafa heyrt af því að hann hafi ekki verið valinn í lið tímabilsins í Sádí Arabíu.
Deildin í Sádí Arabíu hefur sagt sitt síðasta í bili en Ronaldo skrifaði undir samning við Al-Nassr í janúar.
Ronaldo skoraði 14 mörk í 16 leikjum fyrir Al-Nassr en náði ekki að taka sætið í framlínunni af Odion Ighalo.
Ighalo er fyrrum leikmaður Manchester United líkt og Ronaldo en hann skoraði 19 mörk í 27 leikjum fyrir Al-Hilal.
Ronaldo fékk ekki pláss á vængnum í liðinu eða á miðjunni og er hann sjálfur líklega ansi vonsvikinn eftir fína frammistöðu á árinu.