fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Vonar að Mourinho láti aldrei sjá sig aftur á Ítalíu – ,,Hann er skíthæll“

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. júní 2023 12:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Cassano elskar fátt meira en að hrauna yfir Jose Mourinho, núverandi stjóra Roma á Ítalíu.

Mourinho komst í blöðin eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem hann baunaði á Anthony Taylor, dómara leiksins, eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Sevilla.

Cassano vonar að Mourinho láti ekki sjá sig í Róm eftir sumarfríið en hann er sjálfur fyrrum leikmaður félagsins og goðsögn í augum margra.

Cassano hraunaði yfir Mourinho fyrr á tímabilinu og sagði hann hugsa meira um eigin ímynd en fótboltann.

,,Dómarinn gerði sín mistök en það sama má segja um leikmenn sem missa af marktækifærum,“ sagði Cassano.

,,Ég tel að Taylor hafi verið í vandræðum með þetta verkefni. Allt sem gerðist eftir það byrjaði á Mourinho, hann mætti á bílastæðið til að mótmæla og ræða við dómarann.“

,,Við höfum allir séð myndböndin og það varð til þess að stuðningsmenn Roma áreittu Taylor og hans fjölskyldu í kjölfarið.“

,,Hann sagðist vera á leið í frí og vonandi þá snýr hann ekki aftur til Ítalíu, hann er skíthæll. Hann hefur ekki gert annað en að skemma orðspor Roma og ímynd félagsins.“

,,Ég vona fyrir mitt fólk að Mourinho snúi aftur til Portúgals og láti aldrei sjá sig á æfingasvæði á Ítalíu aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Henderson verður áfram í Hollandi

Henderson verður áfram í Hollandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho
433Sport
Í gær

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt

Ronaldo og félagar snarhækka tilboð sitt