Mason Greenwood gæti fengið að spila fyrir Manchester United á nýjan leik eftir handtöku í byrjun 2022.
Greenwood var þá handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot en allar ákærur voru síðar felldar niður.
Greenwood hefur ekki spilað fótbolta í um tvö ár og var búist við að hann myndi ekki spila aftur fyrir Man Utd.
Samkvæmt nýjustu fregnum á Englandi er Erik ten Hag, stjóri Man Utd, opinn fyrir því að gefa Greenwood tækifæri.
Það veltur þó ekki aðeins á Ten Hag en stjórn félagsins þarf að samþykkja hvort leikmaðurinn fái að klæðast treyjunni á nýjan leik.
Einnig er greint frá því að liðsfélagar Greenwood myndu taka vel á móti honum á ný ef félagið gefur grænt ljós.