Það kom mörgum á óvart þegar Naby Keita skrifaði undir samning við Werder Bremen í Þýskalandi í gær.
Búist var við því að Keita myndi yfirgefa Liverpool í sumar en hann varð samningslaus á dögunum.
Keita kostaði Liverpool 48 milljónir punda árið 2018 en hann lék þá með RB Leipzig í Þýskalandi.
Samkvæmt Bild í Þýskalandi tók Keita á sig 75 prósent launalækkun til að semja við Bremen.
Bremen er alls ekki eitt af bestu liðum Þýskalands í dag en liðið hafnaði í 13. sæti á síðustu leiktíð.
Bild segir að Keita hafi þénað 120 þúsund pund á viku hjá Liverpool en fær nú 30 þúsund pund á viku hjá Bremen.