Patrick Vieira, goðsögn Arsenal, lét loksins sjá sig í leik á milli goðsagna en hann er mikið fyrir það að hafna þeim boðum.
Vieira var síðast knattspyrnustjóri Crystal Palace á Englandi í vetur en var rekinn eftir slæmt gengi.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn á miðju Arsenal en lék einnig fyrir lið eins og Juventus sem og Inter og AC Milan.
Leikur á milli goðsagna var haldin í undirbúningi fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld á milli Inter Milan og Manchester City.
Vieira ákvað loksins að slá til og taka þátt í slíku verkefni og hefur útskýrt af hverju.
,,Ég tek vanalega ekki þátt í svona leikjum því ég er með alltof mikið keppnisskap,“ sagði Vieira.
,,Þeir spila vinalegan leik en ég veit ekki hvernig á að gera það. Ég hef hafnað nokkrum biðum því þessi leikur er keppni og ef þú ætlar ekki að vinna þá er tilgangurinn enginn.“