fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Åge Hareide í viðtali: Hætti að spila á Englandi og fékk vinnu í banka – „Ég er sonur sjómanns sem veiddi við Íslandsstrendur”

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 9. júní 2023 19:54

Aage Hereide

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framundan eru fyrstu leikir Íslands, undir stjórn norska þjálfarans Åge Hareide, gegn Slóvakíu og Portúgal, leikir sem eru gríðarlega mikilvægir ef Ísland ætlar sér að komast áfram í lokakeppni Evrópumótsins 2024.

Åge Hareide var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat after Dark, í umsjón Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar,  sem tekinn var upp í samstarfi við DV og 433. Þátturinn verður birtur í heild sinni kl. 9 í fyrramálið á DV.is en í honum fer Norðmaðurinn um víðan völl um feril sinn.

Hér má sjá brot úr þættinum

Chess_Age_Klippa1.mp4
play-sharp-fill

Chess_Age_Klippa1.mp4

Meðal annars ræðir Åge upplifun sína og reynslu af íslenskum leikmönnum og hugarfari þeirra, aðdáunina sem hann upplifði við að fylgjast með framgangi Íslands og ekki síst íslenskra áhorfenda  á EM árið 2016 og sinn eigin feril en Åge var einn af fyrstu skandinavísku leikmönnunum sem spreyttu sig í ensku úrvalsdeildinni en þar spilaði hann í þrjú ár fyrir Manchester City og Norwich. Áður hafði hann nefnilega haft fyrir því að klára háskólagráðu í Noregi.

Leifur Þorsteinsson, Åge Hareide og Birkir Karl Sigurðsson

Kemur meðal annars fram að Åge hætti að spila í Englandi því skrokkur hans þoldi einfaldlega ekki meira. Sneri hann því aftur heim til Noregs og fékk vinnu í banka meðfram fótboltanum.

Hann var spurður út í hvort að eitthvað sérstakt hugarfar einkenndi þá fjölmörgu afreksmenn í íþróttum sem Norðmenn eiga um þessar mundir. Meðal annars þá Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard í fótboltanum og Magnus Carlsen, sterkasta skákmann heims.

Sagði Åge að persónuleiki Norðmanna og Íslendinga sé svipaður að því leyti að þjóðirnar hafi þrekið og þrjóskuna til þess að ná árangri.

Åge fór um víðan völl í viðtalinu

„Hvort sem það er í fótbolta, skíðastökki, frjálsum eða skák þá þarftu að hafa einbeitinguna og þrjóskuna til þess að ná árangri,” segir Aage. Hann segist einnig vera sannfærður um að loftslagið og lífshættirnir hafi þau áhrif að Íslendingar og Norðmenn leggi sig meira fram en aðrir.

Þá kom upp úr dúrnum skemmtileg Íslandstenging en faðir norska landsliðsþjálfarans var sjómaður sem vandi komur sínar til Íslands.

„Ég er sonur sjómanns sem veiddi við Íslandsstrendur,” segir Åge. Hann segir að faðir hans hafi komið til Íslands á sumrin og veitt meðal annars við Ísafjörð og Siglufjörð en staðarheitin eru sem greypt í minni hans. Þá hafi faðir hans einnig verið á selaveiðum og veitt við Grænland og Nýfundnaland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Í gær

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Hide picture