Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá þar til sín góða gesti. Í þetta sinn sat landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson með þeim.
Jóhann hefur verið á mála hjá Burnley í sjö ár og veit ekki hvað hann verður lengi.
„Ég lít ekki svo langt fram í tímann. Ég ætla að njóta næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Jóhann.
„Ég er búinn að vera þarna í sjö ár og aldrei að vita nema maður nái tíu.“
Hrafnkell spurði Jóhann hvort hann horfði ekki til Sádi-Arabíu þar sem stórstjörnur eru.
„Ég er ekkert viss um að þeir horfi til einhverra Íslendinga. Þeir eru í stærri nöfnunum,“ svaraði Jóhann léttur.
„Ég væri alveg til í eitt ævintýri í viðbót. En það er erfitt ef þú ert að spila vel og í ensku úrvaldseildinni að fara eitthvað annað.“
Endar hann heima í Breiðabliki? „Mér finnst það mjög ólíklegt en aldrei segja aldrei.“
Umræðan í heild er í spilaranum.