fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Segir verðið á skotmarki United réttlætanlegt og notar markvörð Chelsea máli sínu til stuðnings

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júní 2023 17:00

Thomas Frank er þjálfari Brentford.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United gæti fengið sér nýjan markvörð í sumar. Hefur David Raya hjá Brentford verið orðaður við félagið, en líklegt þykir að hann fari frá félaginu í sumar.

Samningur David De Gea er að renna út og eru margir óánægðir með hann. Það gæti því nýr maður staðið í búrinu á næstu leiktíð.

Sem fyrr segir hefur Raya verið orðaður við félagið en hann gæti kostað allt að 40 milljónir punda.

„Ég vona að hann verði hér að eilífu en það gæti orðið erfitt að halda honum vegna samningastöðu hans,“ segir Thomas Frank, stjóri Brentford, en Raya verður samningslaus efir næstu leiktíð.

„Hann hlýtur að kost allavega 40 milljónir punda. Ef hann ætti þrjú ár eftir af samningi myndi hann kosta 70 milljónir punda. Hvað kostaði Kepa? Hann er allaveg eins góður og hann.“

Chelsea gerði Kepa Arrizabalaga að dýrasta markverði heims 2018 þegar félagið keypti hann á 80 milljónir evra frá Athletic Bilbao.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“