„Það er nauðsynlegt fyrir gamlan karl eins og mig að vera ekki of lengi í fríi,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem mættur er til æfinga hjá íslenska landsliðinu.
Frábæru tímabili Jóhanns með Burnley lauk fyrir mánuði síðan og er hann að koma sér í gang fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal sem fram fara 17 og 20 júní.
„Ég tók mér tvær vikur þar sem ég var rólegur og svo þurfti maður að byrja að hlaupa og puða.“
Jóhann Berg hefur meira undanfarið ár spilað sem miðjumaður en Age Hareide nýr landsliðsþjálfari ætlar að nota Jóhann þar. eR kantmaðurinn Jóhann Berg úr sögunni?
„Ég held að hann sé ekki úr sögunni, gæti tekið nokkra leiki þar. Ég spila meira á miðjunni núna, ég er ánægður ef ég er á vellinum.“