Eins og flestir vita lagði Zlatan Ibrahimovic skóna á hilluna í byrjun vikunnar eftir glæstan feril.
Zlatan átti stórkostlegan feril. Hann skoraði 511 mörk í félagsliðaboltanum fyrir Malmö, Ajax, Juventus, Barcelona, Inter, PSG, Man United, LA Galaxy og Milan.
Þá skoraði framherjinn stóri og stæðilegi 62 mörk í 122 A-landsleikjum fyrir Svíþjóð.
Enskir miðlar rifja nú upp sögur af Zlatan og meðal annars þegar hann valdi draumalið leikmanna sem hann hefur spilað með í gegnum tíðina.
Þar er úr nógu að velja. Í handskrifuðu draumaliði Zlatan má sjá Gianluigi Buffon í markinu. Varnarlínan samanstendur af Lilian Thuram, Thiago Silva, Alessandro Nesta og Maxwell.
Patrick Vieira, Xavi og Pavel Nedved eru á miðjunni og frammi eru hann sjálfurm Lionel Messi og Ronaldinho.
Zlatan setti svo fimm leikmenn á bekkinn en hann ætlaði að bæta við sjötta leikmanninum. Það má sjá að hann hefur krotað út nafn David De Gea, markvarðar Manchester United.
Kaldar kveðjur. Mynd af þessu er hér að neðan.