David Moyes steig trylltan dans eftir að ljóst var að liðið varð Evrópumeistari í gær. West Ham er sigurvegari Sambandsdeildarinnar en Jarrod Bowen var hetja liðsins með sigurmark í uppbótartíma.
West Ham hafði komist yfir í leiknum með marki frá Said Benrahma úr vítaspyrnu. Fiorentina jafnaði leikinn skömmu síðar þegar Giacomo Bonaventura jafnaði leikinn.
Allt stefndi í framlengingu þegar Bowen skoraði sigurmarkið og tryggði West Ham sigurinn.
Í klefanum dansaði Moyes og höfðu leikmenn West Ham ansi gaman af því.
Our gaffer as you've never seen him before! 🤣 pic.twitter.com/e1JzNuioA4
— West Ham United (@WestHam) June 8, 2023