Lionel Messi hefur staðfest að hann sé að ganga í raðir Inter Miami.
,,Ég fer til Inter Miami, sú ákvörðun er 100 prósent,” segir Messi.
Hinn 35 ára gamli Messi er að renna út á samningi hjá Paris Saint-Germain og fer frítt til Inter Miami.
Argentínumaðurinn hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Barcelona og lið í Sádi-Arabíu. Samkvæmt nýjustu fréttum er áfangastaðurinn hins vegar MLS-deildin vestan hafs.
Nýlega var sagt frá því að Inter Miami og MLS-deildin væru að vinna að því í sameiningu að fá Messi og það tókst.