Lionel Messi hefur ákveðið að semja við Inter Miami, Messi hafnaði rosalegu tilboði frá Sádi Arabíu. Kappanum var boðið að þéna 500 milljónir dollara á ári þar.
Messi afþakkaði það en um er að ræða 70 milljarða króna á ári sem Messi stóð til boða.
Hann tók hins vegar tilboði frá Inter Miami sem borgar honum 50 milljónir dollara á ári eða tíu sinnum minna, 7 milljarðar á ári ættu þó að duga fyrir reikningum.
Messi á glæsilega íbúð í Miami og lengi hefur það blundað í honum og fjölskyldu hans að búa í borginni sem er ansi vinsæl hjá ríku og frægu fólki.
Þó Messi fái minna borgað núna gæti hann grætt til lengri tíma en Apple og Adidas koma að samningi hans við Inter Miami. Þar gæti hann þénað vel.
Þá fær hann klásúlu sem gerir honum kleift að gerast eigandi í MLS deildinni í framtíðinni.