fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir ríkisstjórnina hafa gefist upp – allar forsendur hennar hafi byggst á fullkomnum misskilningi

Eyjan
Miðvikudaginn 7. júní 2023 18:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sakar ríkisstjórnina um að hrekja ungt fólk úr landi með óreiðuhagstjórn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er beinlínis rangt að hagvöxtur hér á landi sé meiri en í öðrum löndum. Hagvöxtur hér er sá minnst innan OECD og fer raunar lækkandi á hvern mann. Sá hagvöxtur sem stjórnvöld státa sig af og segja að geri stöðu Íslands öfundsverða er tilkominn vegna mikillar mannfjölgunar en erlent vinnuafl hefur streymt hingað til lands.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, bendir á þetta í aðsendri grein sem birtist á Eyjunni í dag.

Hún segir að útgjaldaáætlun ríkisstjórnarinnar byggist á fullkomnum misskilningi þar sem hún miðist við mesta hagvöxt í Evrópu á sama tíma og hagvöxtur hér á landi er sá minnsti í Evrópu.

Hún bendir á að heildarhagvöxtur hafi aukist vegna mikils innstreymis fólks sem starfar að mestu við ferðaþjónustu, en í þeirri grein er framleiðni lítil og því dregur þessi fólksfjölgun úr hagvexti á mann.

Ferðaþjónustan hefur einnig töluverð ruðningsáhrif á húsnæðismarkað, bæði bein áhrif og óbein þar sem allt þetta fólk þarf þak yfir höfuðið.

Þorbjörg Sigríður segir ríkisstjórnina ekki var hluti lausnarinnar í baráttunni við verðbólguna. Þvert á móti sé hún stór hluti þess vanda sem við blasir.

Grein Þorbjargar Sigríðar má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“