David De Gea gæti hafnað tilboði frá Sádi-Arabíu til að vera áfram hjá Manchester United. Talksport heldur þessu fram.
Miðillinn sagði frá því að spænski markvörðurinn væri eftirsóttur í Sádi-Arabíu, en deildin þar í landi sankar að sér stórstjörnum þessi misserin.
Ljóst er að De Gea gæti þénað vel þar en samkvæmt nýjustu fréttum er tveggja ára samningur á borðinu frá United sem hann ætlar að skrifa undir.
Fjöldi stuðningsmanna United er kominn með nóg af De Gea og vill hann burt. Kappinn þénar um 375 þúsund pund á viku.
Hann er að verða samningslaus og ekki er ljóst hvað verður.
Svo gæti farið að United fái annan markvörð í sumar og að De Gea yrði þá ekki öruggur með byrjunarliðssæti.