Íslenska karlalandsliðið 15 ára og yngri mætir Ungverjalandi í tveimur æfingaleikjum á Selfossi dagana 28. og 31. ágúst.
Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir UEFA development mótið sem haldið verður í Póllandi í október.
Leikirnir verða fyrstu leikir U15 landsliðs karla undir stjórn Þórhalls Siggeirssonar sem tók við liðinu fyrr á þessu ári.