Ange Postecoglou nýr þjálfari Tottenham þarf að hafa hraðar hendur til að bæta liðið eftir erfitt tímabil hjá Tottenham.
Ensk blöð segja að Kyogo Furuhashi sóknarmaður Celtic sé efstur á blaði hans. Harry Kane gæti verið á förum.
Kyogo raðaði inn mörkum fyrir Postecoglou hjá Celtic og vill hann halda samstarfi þeirra áfram.
Þá er búist við því að Destiny Udogie vinstri bakvörður byrji að spila fyrir liðið en hann var á láni hjá Udinese á þessu tímabili.
Harry Maguire fyrirliði Manchester United er sterklega orðaður við Tottenham þessa dagana. Svona gæti liðið litið út hjá Postecoglou.