Gerard Pique fyrrum varnarmaður Barcelona sendir pillu á félagið, hann hætti á miðju tímabili til að reyna að hjálpa félaginu sem er í fjárhagsvandræðum.
Pique og fleiri reyndir Börsungar hafa hætt í þeirri von um að félagð geti rétt úr kútnum.
„Ég er ánægður með að hafa hætt því ég gaf Barcelona pláss á launaskrá sinni, þrátt fyrir það virðast vera vandræði,“ segir Pique.
Gerard Pique, Sergio Busquets og Jordi Alba eru allir farnir til að reyna að létta á vandræðum félagsins.
„Ég veit ekki hver á að fara núna, þeir sögu launapakka okkar vera sökudólginn.“
„Við erum allir farnir en félagið getur samt ekki fengið leikmenn.“