Real Madrid og Borussia Dortmund hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á Jude Bellingham.
The Athletic segir frá þessu.
Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims en Real Madrid hefur unnið kapphlaupið um hann.
Enski miðjumaðurinn var sterklega orðaður við Manchester City og Liverpool í vetur.
Real Madrid greiðir Dortmund um 100 milljónir evra fyrir Bellingham.
Kappinn á að gangast undir læknisskoðun í spænsku höfuðborginni á næstu dögum.
Bellingham hefur átt frábæru gengi að fagna með Dortmund síðustu ár og ekki var frammistaða hans á HM í fyrra með enska landsliðinu til að draga úr áhuga á honum.