N’Golo Kante er á barmi þess að ganga í raðir Al Ittihad í Sádi-Arabíu.
Kappinn er að verða samningslaus hjá Chelsea og fer á frjálsri sölu.
Kante er 32 ára gamall og var einn besti miðjumaður heims fyrir ekki svo löngu.
Hann missti hins vegar af stærstum hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla og er farið að draga af honum.
Kante fer nú til Al Ittihad, þar sem hann hittir fyrir landa sinn Karim Benzema.
Kante mun þéna því sem nemur 100 milljónum evra á tímabili í Sádi-Arabíu þegar allt er tekið inn í myndina, þar á meðal auglýsingasamningar og slíkt. Hann gerir tveggja ára samning.
N’Golo Kanté to Al Ittihad, here we go! 🟡⚫️🇸🇦 #CFC
◉ Medical tests completed in London.
◉ 2 year deal with an option for further season.
◉ €100m per season salary — figure includes image rights, commercial deals and ‘creative’ portfolio. pic.twitter.com/aHflFM9VMI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 7, 2023