Alexis Mac Allister er búinn að gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool.
Kappinn er að ganga í raðir Liverpool frá Brighton. Hann skrifar undir samning til ársins 2028.
Jurgen Klopp ætlar að styrkja miðsvæði sitt vel í sumar og er Mac Allister fyrstur inn um dyrnar.
Mac Allister átti frábæru gengi að fagna með Brighton á leiktíðinni, auk þess sem hann varð heimsmeistari með argentíska landsliðinu undir lok síðasta árs.
Það má búast við því að hann verði formlega kynntur til leiks í dag, en sem fyrr segir er hann búinn að standast læknisskoðun.
Alexis Mac Allister has completed the medical tests as new Liverpool player — set to sign the contract today. 🚨🔴✅ #LFC
Long term deal will be valid until June 2028. pic.twitter.com/N85cWxwm5P
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 7, 2023