Stuðningsmaður West Ham sem staddur er í Prag fyrir úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í kvöld datt í lukkupottinn í gær þegar hann rakst á goðsögn í borginni.
West Ham mætir Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikið er í tékknesku höfuðborginni.
Stuðningsmenn beggja liða eru því mættir til Prag. Einn stuðningsmaður hitti Mark Noble í gær. Þar var fyrrum leikmaðurinn að skokka.
Aðdáandinn var með bjór í hönd en lét það ekki stöðva sig og skokkaði aðeins með Noble á meðan hann spjallaði við hann.
Noble starfar í dag sem yfirmaður íþróttamála hjá West Ham en hann er algjör goðsögn hjá félaginu eftir leikmannaferil sinn.
Kappinn lék allan ferilinn með West Ham og á að baki yfir 500 leiki fyrir félagið.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
This West Ham fan out in Prague bumps into hammers legend Mark Noble on a run, and has a chat with him about the Final tomorrow, all with a can of beer in his hand. 🤣🍺
Class! 👏pic.twitter.com/pIkebbgxSv
— The Away Fans (@theawayfans) June 6, 2023