Filipa Brandao og knattspyrnumaðurinn Cedric Soares eru nú í fríi eftir tímabil þess síðarnefnda í boltanum lauk.
Soares er leikmaður Arsenal en var á láni hjá Fulham seinni hluta leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni.
Brandao er samfélagsmiðlastjarna sem vekur reglulega athygli með myndum sínum.
Hún gerði það enn á ný nú í fríinu. Þar lét hún brjóstahaldarann eiga sig þegar hún klæddist glæsilegum kjól, aðdáendum til mikillar ánægju.
Soares og Brandao hittust árið 2015 og giftu sig 2019. Árið 2020 eignuðust þau sitt fyrsta barn saman.