fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Innköllun vegna gruns um salmonellu í kjúklingi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. júní 2023 16:50

Matfugl hefur innkallað tvær framleiðslulotur kjúklings vegna gruns um salmonellusmit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Matfugli ehf. vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna og sent út eftirfarandi fréttatilkynningu:

Komið hefur upp grunur um salmonellu smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna.

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerinu 011-23-17-5-64 og 011-23-17-6-64.

Vöruheiti: Ali, Bónus

Framleiðandi: Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ

Lotunúmer: 011-23-17-5-64 og 011-23-17-6-64 (heill kjúklingur, bringur, lundir, lærakjöt, bitar), pökkunardagur 01.06.2023 – 02.06.2023

Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir.

Dreifing á afurðum hefur verið stöðvuð og í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins er unnið að innköllun vörunnar.

Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ.

Til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir áprentuðum leiðbeiningum um eldun kjúklinga, sem finna má á umbúðum. Steiki kjúklinginn í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.

ATH. innköllunin á eingöngu við um kjúkling með þessum tilteknu rekjanleikanúmerum.

Mosfellsbær, 05.06.2023.

Nánari upplýsingar hjá Matfugli í s. 412-1400

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“