fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Bernharð Máni 12 ára: Slær í gegn í Ísland Got Talent – lætur einhverfuna og kvíðann ekki stoppa sig

Semur sín eigin lög – Á framtíðina fyrir sér

Auður Ösp
Þriðjudaginn 2. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er bara dásamlegt að fylgjast með honum á sviðinu. Þarna fær hann að blómstra,“ segir Natalía Ósk Ríkarðsdóttir Snædal en hún er móðir hins 12 ára gamla Bernharðs Mána, eða Mána eins og hann er alltaf kallaður. Máni á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í tónlistinni og þykir lunkinn með gítarinn. Þá hefur hann samið fjölda laga þrátt fyrir ungan aldur. Hann flaug nýlega í gegnum áheynarprufur fyrir sjónvarpsþáttin Ísland Got Talent og segir Natalía að tónlistin sé hans leið til að takast á við hina ýmsu erfiðleika en Máni hefur ekki alltaf átt auðvelt uppdráttar í gegnum lífið.

Róaðist við tónlistina

Í samtali við DV.is segir Natalía að Máni hafi ekki verið hár í loftinu þegar tónlistaráhuginn kom í ljós. „Hann átti alltaf erfitt með að sofa á nóttunni og var órólegur. En alltaf þegar ég kveikti á tónlist þá róaðist hann og gat loksins sofnað. Hann ólst upp við að hlusta á allar tegundir af tónlist og sótti snemma í að búa til hávaða. Þá greip hann bara í það sem hann fann. Hann byrjaði seint að tala en á þennan hátt fékk hann útrás.“

Lögin flæða frá honum

Máni byrjaði í tónlistarnámi 9 ára gamall og var þá ljóst að hann var kominn á sína réttu hillu. „Hann hefur algjörlega blómstrað og það er yndislegt að sjá það hvað hann nýtur sín vel. Það liðu ekki nema nokkrar vikur frá því hann byrjaði í tónlistarnáminu og þá var hann kominn upp á lagið með gítarinn. Síðan fór hann fljótt að semja eigin lög og ég er ekki með tölu á því hvað þau eru orðin mörg. Þau hreinlega flæða upp úr honum, það er alveg magnað,“ segir Natalía en Máni hefur meðal annars fengið verk sín spiluð á barnamenningarhátíð í Upptakti, keppni ungra tónskálda.

Einhverfur og með kvíðaröskun

Máni er greindur með einhverfu og hefur einnig glímt við mikla kvíðaröskun. „Hann hefur átt erfitt með samskipti við aðra krakka í gegnum tíðina. Tónlistin kom honum hins vegar út úr skelinni. Hann hefur sagt við mig að með tónlistinni fái hann útrás fyrir allar þessar slæmu tilfinningar. Það er hans leið til tjá sig því þar er hann algjörlega á heimavelli.“

Á sér stóra drauma

Máni birtist á sjónvarpsskjám landsmanna á sunnudagskvöldið í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent og heillaði þar dómnefndina upp úr skónum. Natalía kveðst spennt að sjá hvort hann muni ná langt í keppninni en ljóst er að hvernig sem fer þá muni Máni spjara sig í lífinu. „Ég get ekki annað en verið stolt af honum. Hann á sér stóra drauma varðandi framtíðina og ætlar að verða stórstjarna í tónlistinni. Ég mun auðvitað styðja hann alla leið.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=J1S2UVzeT1o&w=600&h=360][youtube https://www.youtube.com/watch?v=eH1m37IcfDg&w=600&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“