Berglind Rós Ágústsdóttir hefur skrifað undir samning við Val. Hún kemur til félagsins frá Sporting de Huelva á Spáni þar sem hún spilaði 13 leiki og skoraði 1 mark.
Berglindi þekki vel til hjá Val enda alin upp hjá félaginu og spilaði hún sinn fyrsta meistaraflokksleik àrið 2012 fyrir Val.
Auk áðurnefndra félaga hefur hún leikið með Aftureldingu og Fylki hér á landi og með Örebro í Svíþjóð.
Hún hefur leikið 87 leiki í efstu deild á Íslandi og 4 A-landsleiki.