Daníel Tristan Guðjohnsen, 17 ára gamall leikmaður Malmö spilaði sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Er hann þriðji Guðjohnsen bróðirinn sem leikur í sænsku deildinni á þessu tímabili.
Andri Lucas bróðir hans spilar fyrir Norrköping og Sveinn Aron elstur af þeim bræðrum spilar fyrir Elfsborg.
Daníel Tristan sem kom til Malmö frá Real Madrid á síðasta ári spilaði átta mínútu í 5-0 sigri Malmö á Degerfos nú í kvöld.
Daníel er sóknarmaður en eins og alþjóð er meðvituð um er Eiður Smári Guðjohnsen faðir hans.
Malmö er á toppi deildarinnar með 28 stig eftir ellefu leiki en Elfsborg þar sem Sveinn Aron bróðir hans er situr í öðru sæti, tveimur stigum á eftir.