Chelsea hefur náð samkomulagi við Independiente del Valle í Ekvador um kaup á miðjumanninum Kendry Paez.
Paez er aðeins 16 ára gamall og fer ekki til Chelsea fyrr en hann verður 18 ára. Lundúnfafélagið borgar fyrir hann 17 milljónir punda.
Kappinn varð yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í ekvadorsku efstu deildinni.
Chelsea býr sig undir framtíðina en þarf einnig að huga að nútíðinni því liðið var fyrir neðan miðja deild á nýafstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.