Miðasala er hafin fyrir lokamót U19 ára landsliða í karla- og kvennaflokki.
Ísland tekur þátt á báðum mótum.
Lokakeppni EM U19 kvenna fer fram í Belgíu dagana 18. – 30. júlí. Íslenska liðið mætir Spáni í sínum fyrsta leik þann 18. júlí en Frakkland og Tékkland eru einnig í sama riðli. Íslenska liðið endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.
Miðasala á alla leiki mótsins er hafin, hægt er að tryggja sér miða á leiki íslands á heimasíðu Belgíska knattspyrnusambandsins.
Miðasala á lokakeppni EM U19 kvenna 2023
Lokakeppni EM U19 karla fer fram á Möltu dagana 3. – 16. júlí. Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni. Ísland endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.
Miðasala á alla leiki mótsins er hafin og má tryggja sér miða á leiki íslands á heimasíðu Maltneska knattspyrnusambandsins.