Anna Mariana eiginkona Casemiro hjá Manchester United þvertekur fyrir það að eiginmaðurinn hafi haldið framhjá sér. Því var haldið fram í Brasilíu um helgina.
Casemiro og Anna hafa notið lífsins í Manchester síðasta árið en áður höfðu þau búið saman í Madríd í mörg ár.
Í fjölmiðlum í Brasilíu var haldið fram um helgina að Casemiro hefði haldið framhjá með Sinttya Ramos, sem er þekktur fyrir að vera módel fyrir súkkulaði.
Segir í fréttum að hún búi í Barcelona og að hún og Casemiro hafi sofið saman í fimm ár, þau hafi hins vegar ekki hist á þessu ári.
„Í alvörunni? Rannsakið hlutina betur, ég get sagt ykkur að þetta er ekki Casemiro,“ segir Anna Mariana á Twitter.
Casemiro hefur ekki tjáð sig um málið en hann er kominn í sumarfrí frá Manchester United eftir tap í bikarúrslitum um helgina.