Alexis Mac Allister er á barmi þess að ganga í raðir Liverpool. Tölfræði miðjumannsins frá síðustu leiktíð sýnir af hverju Liverpool er að kaupa hann.
Argentíski miðjumaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið, en hann átti frábært tímabil með Brighton.
Liverpool mun virkja klásúlu í samningi Mac Allister hjá Brighton. Er hún að sögn Romano mun lægri en þær 60 milljónir punda sem hefur verið talað um.
Mac Allister er í hópi tíu bestu leikmanna deildarinnar á liðnu tímabili að senda boltann í gegnum varnir andstæðinga. En hann er einnig í topp tíu yfir að vinna bolta framarlega á vellinum.
Liverpool fékk alltof mörg færi á sig á síðustu leiktíð og koma Mac Allister ætti að koma í veg fyrir það að liðið fái á sig skyndisóknir.
Búist er við að Jurgen Klopp sæki fleiri miðjumenn sem munu koma til með að hjálpa til við að bæta leik liðsins.
asdd
Kortið sem sýnir staðsetningar á vellinum er þannig að Mac Allister vinnur teiga á milli, hann er sóknarsinnaður en er fljótur að koma til baka.