Brighton mun á næstunni kynna til leiks tvo nýja leikmenn.
Þetta eru þeir James Milner og Mahmoud Dahoud.
Milner er 37 ára gamall reynslubolti sem kemur hjá Liverpool. Hann hefur leikið á Anfield í átta ár og er goðsögn hjá félaginu.
Dahoud er 27 ára gamall og kemur frá Dortmund.
Hann er miðjumaður en hefur verið í aukahlutverki undanfarin ár.
Báðir ættu leikmennirnir að koma með dýrmæta reynslu inn á miðsvæði Brighton.
Á móti kemur er liðið að missa Alexis Mac Allister til Liverpool og fleiri gætu farið sömu leið.