Manuel Ugarte er á leið til Paris Saint-Germain frá Sporting. Miðjumaðurinn hafði verið orðaður við Chelsea einnig en fer ekki þangað.
Þessar fregnir urðu til þess að stuðningsmaður Chelsea og íþróttablaðamaðurinn Fabrizio Romano áttu í orðaskiptum á Twitter.
Stuðningsmaðurinn sem um ræðir hrósaði nefnilega David Ornstein, öðrum íþróttablaðamanni, fyrir að fjalla ekki um það að Ugarte gæti endað hjá Chelsea.
„Sá besti af ástæðu,“ skrifaði hann um Ornstein.
Hann hélt svo áfram og hjólaði í Romano, sem er afar virtur þegar kemur að fréttum um félagaskipti í fótboltanum.
„Ég vil að Fabrizio hverfi af yfirborði jarðar fyrir fullt og allt.“
Romano lét þetta ekki kyrrt liggja. „Þú gætir byrjað á því að hætta að fylgja mér félagi. Það er ágætist fyrsta skref áður en þú óskar þess að ég hverfi af yfirborði jarðar.
Það er gaman að sjá að fyrir þremur dögum bjó ég til besta dag lífs þíns og nú viltu að ég hverfi af yfirborði jarðar. Kannski biður þú mig um að giftast systur þinni á miðvikudag og eyða aðganginum mínum á laugardag,“ skrifaði Romano og vísaði í eldri færslu stuðningsmannsins.
Samskiptin má sjá hér að neðan.
silence on Ugarte and it doesn’t happen, the GOAT for a reason pic.twitter.com/HdwtVZnjpS
— R 🪁🇦🇷 (@Re7ceRevivaI) June 4, 2023
you can maybe start to unfollow me mate, could be a nice first step before wishing me to disappear from the face of the earth!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023
also nice that three days ago I made the best day of your life and three days later I should disappear from face of earth, maybe on Wednesday you’ll ask me to marry your sister and then to deactivate my account on Saturday 😵💫 https://t.co/zaHqx0sSEo
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023