Alexis Mac Allister er á barmi þess að ganga í raðir Liverpool. Jurgen Klopp vill hins vegar halda áfram að styrkja miðsvæði sitt.
Argentíski miðjumaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið, en hann átti frábært tímabil með Brighton.
Mac Allister mun gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool á næstu einum til tveimur sólarhringum.
Miðsvæðið var til vandræða hjá Liverpool á leiktíðinni sem er að klárast. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og missti af Meistaradeildarsæti.
Það má því búast við að minnsta kosti einum miðjumanni til viðbótar. Verður farið beint í að vinna að því að finna hann.
Liverpool hefur sett sig í samband við umboðsmenn þeirra Khephren Thuram hjá Nice og Manu Kone hjá Borussia Monchengladbach.
Báðir eru þeir aðeins 22 ára gamlir en leika stórt hlutverk með sínum liðum.
Þá hefur Liverpool einnig áhuga á Gabri Veiga hjá Celta Vigo.
After Alexis Mac Allister with medical booked this week, Liverpool will focus on more targets to rebuild the midfield. 🚨🔴 #LFC
Conversations took place with agents of Manu Koné and Kephren Thuram. Gabri Veiga, appreciated but no bid or talks advancing yet. Step by step. pic.twitter.com/L0eCBpHOyc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023