Alexis Mac Allister er á barmi þess að ganga í raðir Liverpool. Hinn virti Fabrizio Romano segir frá þessu og ekki klikkar hann oft.
Argentíski miðjumaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið, en hann átti frábært tímabil með Brighton.
Liverpool mun virkja klásúlu í samningi Mac Allister hjá Brighton. Er hún að sögn Romano mun lægri en þær 60 milljónir punda sem hefur verið talað um.
Mac Allister mun svo gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool á næstu einum til tveimur sólarhringum.
Jurgen Klopp þarf að styrkja miðsvæði sitt í sumar og er þegar byrjaður. Mac Allister er á leiðinni.
🚨 Alexis Mac Allister to Liverpool, here we go! Full agreement completed on the contract — understand it will be valid until June 2028. Five year deal. #LFC
Liverpool will pay the buy out clause in the next days, way less than reported £60m fee.
Medical tests in 24/48h. Done. pic.twitter.com/r6Tk8TeQT9
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023