Það er ljóst að Karim Benzema er að yfirgefa Real Madrid og halda til Sádi-Arabíu. Þar verður áfangastaðurinn Al Ittihad.
Það komst á hreint um helgina að hinn 35 ára gamli Benzema myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Real Madrid. Hann ætlar til Al Ittihad þar sem hann fær ansi veglegan samning.
Benzema skrifar undir samning til 2025 í Sádi-Arabíu með möguleika á framlengingu. Búið er að skrifa undir mest alla pappíra.
Franski framherjinn hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan 2009. Hann náði ótrúlegum árangri á þeim tíma og vann Meistaradeild Evrópu til að mynda fimm sínum.
Benzema hefur alls leikið 648 leiki fyrir Real Madrid, skorað 354 mörk og lagt upp önnur 165.
🚨🇸🇦 Karim Benzema has signed main part of docs to become new Al Ittihad player joining the Saudi league — here we go!
Understand contract will be valid until 2025 but will also include option for further season.
Karim will say goodbye to Madrid fans then travel to Saudi. pic.twitter.com/OCzwszv2OL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023