Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins segir frá því á Facebook-síðu sinni að meðal verkefna þess á síðasta sólarhring hafi verið eldur sem upp hafi komið í heitum potti á svölum íbúðar í miðborg Reykjavíkur.
Samkvæmt frétt mbl.is er íbúðin í fjölbýlishúsi við Klapparstíg. Nágrannar urðu fyrst varir við eldinn um klukkan hálf fimm í morgun og gerðu slökkviliðinu viðvart. Íbúar íbúðarinnar voru heima þegar eldurinn kom upp en þá sakaði ekki. Eldurinn náði ekki að breiðast út og var staðbundinn við pottinn. Það kemur ekki fram í frétt mbl.is hversu mikið skemmdur potturinn er.
Mynd af eldinum má sjá hér fyrir neðan: