Ilkay Gundogan hefur verið frábær fyrir Manchester City undanfarið. Þessi lykilmaður er hins vegar að verða samningslaus.
Hinn 32 ára gamli Gundogan er að verða samningslaus og er frjáls ferða sinna síðar í mánuðinum ef ekki tekst að semja við City.
Gundogan gerði bæði mörk City í úrslitaleik bikarsins gegn Manchester United um helgina og ljóst að flestir stuðningsmenn vilja hafa hann áfram.
Á dögunum var því haldið fram hér og þar að Gundogan væri að semja við City.
„Ekkert hefur verið samið, ekki við City eða neitt annað félag,“ segir umboðsmaður hans.
Gundogan og félagar hans í City leika við Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Hugur hans er á þeim leik.
„Nýjustu fréttir eru ekki sannar. Ilkay er bara að einbeita sér að úrslitaleiknum.“
Gundogan er með tevggja ára samningstilboð frá City á borðinu. Fabrizio Romano hefur greint frá þessu.