Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano hefur staðfest það að ekkert tilboð frá Chelsea hafi borist í Dusan Vlahovic.
Romano er með trausta heimildarmenn út um alla Evrópu en Vlahovic var orðaður við Chelsea fyrr í mánuðinum.
Romano bendir á að ekkert tilboð hafi borist í leikmanninn og þá heldur ekki frá Bayern Munchen.
Hann segir þó að það sé áhugi á Vlahovic frá Þýskalandi en hvert hann fer í sumarf er óljóst.
Vlahovic er líklega á förum frá Juventus en hann hefur ekki heillað alla síðan hann kom frá Fiorentina.
,,Það var talað um að tilboð hefði borist, 80 miljónir evra en þeir hafa ekki sent nein tilboð,“ sagði Romano um áhuga Chelsea.
,,Vlahovic er einnig á óskalista annarra liða og þar á meðal Bayern. Thomas Tuchel er mikill aðdáandi hans.“