Zlatan Ibrahimovic er ekki að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera á förum frá AC Milan.
Zlatan hefur spilað með AC Milan undanfarin fjögur ár en hann er 41 árs gamall og fær ekki framlengingu í sumar.
Þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldur er Zlatan ekki saddur og ætlar sér að finna nýtt verkefni.
,,Ég er ekki einhver sem gefst upp. Þú þarft hins vegar að njóta þess sem þú gerir,“ sagði Zlatan.
,,Ég get ekki annað en verið sáttur, að spila fótbolta en við erum ekki komnir á endastöð. Ég tel ennþá að ég geti gefið mitt.“
,,Hef ég hugsað um að hætta? Ég get ekki sagt það. Mun ég halda áfram að spila? Það held ég.“