Hollywood stjarnan Ryan Reynolds var gestur á leik Manchester United og Manchester City í gær.
Um var að ræða úrslitaleik enska bikarsins en Man City hafði betur með tveimur mörkum gegn einu.
Reynolds er nýr í fótboltanum en hann kemur frá Kanada og eignaðist lið Wrexham í neðri deildum Englands fyrir tveimur árum.
Hann var mættur á Wembley völlinn í gær og sendi Man Utd skilaboð eftir lokaflautið.
Reynolds þakkaði þar Man Utd fyrir boðið og hlakkar til að mæta liðinu í vináttuleik þann 26. júlí í San Diego.
Hér má sjá færslu hans.
View this post on Instagram