fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Pálmi sagðist kvíða morgundeginum og viðurkennir þreytu: ,,Ekki viss um að ég gæti staðið upp aftur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. júní 2023 10:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi Rafn Pálmason var í skemmtilegu viðtali við Fótbolta.net í gær þar sem hann ræddi endurkomuna í boltann.

Pálmi ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabill en hann hafði leikið með KR í fjölmörg ár.

Miðjumaðurinn hefur nú skrifað undir stuttan samning við Völsung og ætlar að klára tímabilið í 2. deildinni.

Hann spilaði sinn fyrsta leik á fótboltaárinu en Völsungur tapaði þar 2-0 gegn Haukum.

Pálmi viðurkennir að hann sé ekki í mikilli æfingu þegar kemur að því að spila leikinn en er þó í fínasta líkamlegu standi.

„Hver maður sér það hérna í dag að ég var ekki með orku í 90 mínútur. Þetta urðu helvíti margar mínútur og ég kvíði morgundeginum,“ sagði Pálmi við Fótbolta.net.

,,Ég hafði mestar áhyggjur af því að ég gæti ekki staðið aftur upp. Ég viðurkenni fúslega að ég er þreyttur.“

Pálmi tekur fram að þetta sé í fyrsta sinn í nokkra mánuði sem hann sparkar í bolta en hann lék nánast allan leikinn í tapinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Í gær

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England