Vestri vann sinn fyrsta sigur í Lengjudeild karla í dag er liðið mætti Njarðvík í eina leik dagsins.
Sigurinn var í raun aldrei í hættu en Njarðvík spilaði manni færri alveg frá 19. mínútu.
Robert Blakala, markmaður Njarðvíkur, fékk þá að líta beint rautt spjald fyrir að grípa boltann langt fyrir utan teig.
Ibrahima Balde skoraði svo fyrir Vestra á 36. mínútu og gerði Benedikt V. Warén út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks.
Ansi athyglisvert atvik átti sér stað í viðureigninni en leikmaður Njarðvíkur var ásakaður um að hafa migið á völlinn.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, kallaði inn á völlinn að leikmaðurinn væri að kasta af sér þvagi eins og má heyra hér fyrir neðan.
— Tryggvi Snær (@TryggviSn) June 3, 2023