Eden Hazard mun yfirgefa lið Real Madrid þann 30. júní en þetta hefur félagið staðfest.
Real gaf frá sér tilkynningu í kvöld en Hazard hefur spilað með Real undanfarin fjögur ár.
Fyrir það var leikmaðurinn hjá Chelsea og var besti leikmaður liðsins í mörg ár og vann ófáa titla.
Gengið var hins vegar ekki eins gott hjá Real þar sem meiðsli settu stórt strik í reikning leikmannsins.
Hazard er 32 ára gamall en hann skoraði aðeins fjögur mörk í 54 deildarleikjum.