Daniel Levy, eigandi Tottenham, mun funda með Ange Postecoglou á mánudag samkvæmt enskum miðlum.
Postecoglou hefur náð flottum árangri með Celtic í Skotlandi og vann deildina með liðinu sannfærandi á tímabilinu.
Postecoglou hefur verið hjá Celtic undanfarin tvö ár og hefur unnið bæði deildina og deildabikarinn tvisvar á þeim árum.
Það vakti athygli þegar Celtic ákvað að ráða Postecoglou en hann er 57 ára gamall og var áður hjá Yokohama Marinos í Japan.
Hann er þó þekktastur fyrir tíma sinn hjá ástralska landsliðinu þar sem hann náði frábærum árangri frá 2013 til 2017.
Tottenham leitar að stjóra fyrir næsta tímabil en Antonio Conte var rekinn í vetur og sá Ryan Mason um að klára tímabilið við stjórnvölin.