Wout Weghorst, leikmaður Manchester United, viðurkennir að hann hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann kom til félagsins í janúar.
Weghorst hefur aðeins skorað tvö mörk fyrir Man Utd og mistókst þá að skora mark í 17 deildarleikjum.
Hollendingurinn er þrítugur að aldri en hann var fenginn í láni frá Burnley í janúar eftir að hafa verið hjá Besiktas í láni.
Weghorst viðurkennir að þessi tvö mörk séu langt frá því að vera nóg og að hann sé með gæðin til að skora mun meira.
,,Ég hef reynt að gefa mitt besta í hverjum einasta leik og á hverri einustu mínútu, það skiptir ekki máli hvar ég er að spila,“ sagði Weghourst.
,,Auðvitað fyrir mig sem framherja eru tvö mörk ekki nóg, það er ekki nógu gott. Það er bara eitt af því sem hefur verið svekkjandi fyrir mig því ég veit ég er með gæðin til að gera betur.“