Robert Blakala, markmaður Njarðvíkur, bauð upp á heldur betur áhugaverð tilþrif í dag.
Blakala fékk að líta beint rautt spjald í leik gegn Vestra en Vestri hafði betur 2-0 að lokum.
Það er Fótbolti.net sem vekur athygli á atvikinu sem kostaði rautt spjald en það gerðist á 19. mínútu.
Blakala ákvað þá að grípa boltann langt fyrir utan teig og verðskuldaði svo sannarlega reisupassann.
Atvikið má sjá hér.
Hann vildi bara ná síðasta hálftímanum í City-United, hvaða læti eru þetta. pic.twitter.com/VOnHp0MvXK
— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 3, 2023